Í ár verður gengið frá fjórum stöðum til Skálholts. Göngurnar eru mis langar en hverjum er frjálst að skrá sig aðeins í eina dagleið hverju sinni.
Gengið verður frá Bæjarkirkju í Borgarfirði þriðjudaginn 16. Júlí og Reynivallakirkju 18. júlí. Báðir hóparnir munu ganga til Þingvallakirkju og sameinast þar. Lagt verður af stað að morgni 20. júlí frá Þingvallakirkju í átt að Skálholti.
Einnig verður gengið frá Bræðratungu í Biskupstungum til Skálholts og Ólafsvallakirkju á Skeiðum til Skálholts að morgni sunnadags þann 21. júlí.
Boðið verður upp á svefnpokagistingu aðfaranótt sunnudags í Skálholtsbúðum fyrir alla gönguhópanna gegn vægu gjaldi. Þegar allir ferðalangar hafa skilað sér til Skálholts á laugardagskvöldið verða sungnar kvöldbænir og síðan verður pílagrímum boðið uppá sameiginlegan kvöldverð í Skálholtsskóla.
Sjá nánar á www.skalholt.is