Við erum fólk í förum – Sálmur nr. 901

Við erum fólk í förum – Sálmur nr. 901 í Sálmar 2013 eftir sr. Kristján Val Ingólfsson vígslubiskup.

indæl pílagríms æviför

indæl pílagríms æviför

Sálmurinn Við erum fólk í förumer upphaflega saminn á sænsku af sálmaskáldinu  Britt G Hallqvist 1981, Vi är et folk på vandring. (Sænsk sálmabók nr 617,) en þýddur skrax árið eftir af norska sálmaskáldinu Eyvind Skeie 1982 Vi er et folk på vandring. (Norsk sálmabók nr 106.) Norska tónskáldið Egil Hovland gerði lagið árið 1981.

Dagana 29 apríl til 1.maí árið 2002 var ég á ráðstefnu í Granevollen í Noregi, en þar um hlaðið liggur pílagrímaleiðin frá Oslo til Þrándheims.

Við sungum þennan sálm og mér fannst að hann ætti erindi til okkar  sem vildum efla pílagrímastarf á Íslandi og þýddi hann þarna á staðnum.

Mér fannst rétt að nota hugtakið að vera í förum vegna þess að það minnir okkur á förumenn og á farmenn, en líka vegna þess að það að vera í förum getur bæði merkt að vera á ferðalagi, en líka að vera í föstum farvegi, jafnvel hjólförum sem maður á erfitt með að komast upp úr. Pílagrímagangan getur einmitt sameinað allt  þetta, breytt farveginum og fyllt upp í hjólförin.

Sumir hafa gagnrýnt að talað sé um lindar en ekki lindir. Sá sem er vanur því að tala um Herðubreiðarlindar og hefur heillast af fegurð þeirra  vildi einmitt með þessu vísa óbeint til þeirra!

Sálmur fyrir pílagríma.

Við erum fólk í förum,
ef ferðin er erfið og löng,
við setjumst við læki og lindar
og leitum þín Guð, í söng.

Við erum fólk í förum,
á flótta, í óró og nauð,
og  leitum að sátt þegar  saman
er safnast um vín og brauð.

Við erum fólk í förum
og færumst í trúnni æ nær
því heima sem heimfús leitar,
og  himininn okkur ljær.